22/12/2024

Skautað á Hólmavík

Undanfarna daga hefur fjöldi fólks á öllum aldri lagt leið sína á skautasvellið sem útbúið hefur verið við Galdrasýninguna á Hólmavík. Kvikmyndatökumaður strandir.saudfjarsetur.is myndaði þar unga skautaunnendur í dag sem æfðu sig á svellinu. Spáð er hita yfir frostmarki næstu daga svo það er allt eins víst að svellið góða geti látið eitthvað á sjá, en það er hægt að ylja sér við tilhugsunina um að það hafi aldrei orðið það heitt á Íslandi að það hafi ekki fryst aftur.