10/12/2024

Skákmótið í Árneshreppi

Sigurvegarar skákmótsins í Trékyllisvík á dögunumMeistaramót skákfélagsins Hróksins og Skákfélags Árneshrepps var haldið í Félagsheimilinu Árnesi í Trékyllisvík, laugardaginn 26. mars í Félagsheimilinu. Á mótinu voru telfdar sjö umferðir eftir Monrad-kerfinu en umhugsunartími var 10 mínútur fyrir hverja skák. Hrafn Jökulsson formaður Hróksins, stjórnaði og telfdi ásamt 18 öðrum þátttakendum. Sigurvegari mótsins var Ingólfur Benediktsson með sex vinninga og í 2.- 3. sæti voru Arnar Ágústsson og Árný Björk Björnsdóttir, bæði með fimm vinninga.


Ingólfur fékk skáktölvu í vinning og Arnar og og Árný Björk góðar bækur. Öllum sem komu að skákmótinu var boðið í kaffi og kökur í hléinu sem mæltist vel fyrir. Keppt er um bikar frá Árna Höskuldssyni gullsmið, en meðal vinninga voru bækur frá Máli og menningu og skákmunir frá Pennanum, sem eru bakhjarlar mótsins.

Þess má geta að skáklífið hefur blómstrað í hreppnum síðustu árin og ekki síst vegna heimsóknar Hrafns Jökulssonar  og skákfélagsins Hróksins.  Hrafn kom með Regínu skákdrottningu Pokorna sem tefldi fjöltefli í flugskýlinu á Gjögri sumarið 2003, og heillaði þar Strandamenn með taflmennsku sinni. Allir krakkarnir í Finnbogastaðaskóla  tefla og nokkrir náðu stórgóðum árangri á alþjóðlegu skákmóti á Ísafirði síðasta vor.

Skákmótið var hið þriðja síðan Skákfélag Árneshrepps var stofnað vorið 2003. Fyrsti skákmeistari félagsins var Trausti Steinsson skólastjóri og síðan fór Gunnar Dalkvist bóndi í Bæ með sigur af hólmi og nú var það Ingólfur Benediktsson bóndi í Árnesi.

Íbúar Árneshrepps og allir þátttakendur á skákmótinu þakka Hrafni Jökulssyni kærlega fyrir sitt framlag til aukinnar skákiðkunar í Árneshreppi undanfarin ár.


Björn á Melum teflir við Hrafn Jökulsson


Skákiðkendur í Árneshreppi stilla sér upp til myndatöku

arneshreppur/mannlif/580-2005_skakmot_hroksins_03.jpg
Arnar Ágústsson, Ingólfur Benediktsson og Árný Björk Björnsdóttir

Ljósmyndir: Bjarnheiður J. Fossdal