22/12/2024

Skákmót í Árneshreppi á sunnudaginn!

Skákmót Hróksins 2005Skákmót fyrir börn og fullorðna verður haldið í samkomuhúsinu í Trékyllisvík í Árneshreppi sunnudaginn 15. júlí klukkan 14:00. Að mótinu standa Hrókurinn og Skákfélag Árneshrepps. Tefldar verða 7 umferðir með 10 mínútna umhugsunartíma á skák. Skáklíf hefur verið blómlegt í Árneshreppi síðustu árin og þar hafa verið haldin mörg mót og fjöltefli. Skráning á skákmótið er á staðnum og hefst kl. 13.30. Engin þátttökugjöld og allir eru hjartanlega velkomnir.