28/04/2024

Sjómannadagshelgin framundan

Frá Sjómannadegi á HólmavíkBjörgunarsveitin Dagrenning stendur að venju fyrir dagskrá um sjómannadagshelgina á Hólmavík sem er framundan. Dagskráin verður með hefðbundnum hætti og á sér að mestu stað við höfnina á laugardag þar sem fram fer hinn sívinsæli koddaslagur og feira. Kaffisamsæti verður síðar um daginn í Rósubúð, húsnæði Dagrenningar við Höfðagötu. Á sunnudagsmorgun hefst síðan marhnútaveiðikeppnin sívinsæla hjá ungu kynslóðinni. Dagskrá Sjómannadagsins ásamt myndbandi frá Sjómannadeginum 2006 er að finna hér að neðan.

Laugardagur 31. maí

Kl. 13:00 – Skemmtidagskrá við höfnina, koddaslagur, brettahlaup og fleira.
Kl. 15:00 – Kaffisala í Rósubúð.
Sunnudagur 1. júní
Kl. 11:00 – Marhnútaveiðikeppni fyrir ungukynslóðina.
Verðlaunaskjöl verða veitt fyrir flesta veidda fiska mesta veginn afla og auk þess fyrir stærsta og minnsta fiskinn.