08/11/2024

Sjávarréttahlaðborð Lions á Hólmavík 13. nóvember

Sjávarréttakvöld Lionsklúbbsins á Hólmavík eru orðin árlegur viðburður sem er vinsæll og vel heppnaður og verður 13. nóvember næstkomandi. Að þessu sinni verður innkoma notuð til að festa kaup á svokallaðri loftskiptidýnu, ásamt pumpu, sem ætlunin er að gefa Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hólmavík, en slík dýna mun koma sér mjög vel við umönnun langlegusjúklinga. Þeir sem vilja panta miða í fiskiveisluna geta haft samband við Jón Alfreðsson (451-3130 eða 892-2522) eða Valdemar Guðmundsson (451-3544 og 863-3844). Húsið opnar 19:30 og verð er kr. 3.500.-