Sagnfræðingurinn Vilhelm Vilhelmsson kemur á Sauðfjársetrið í Sævangi á sunnudaginn 10. des. kl. 14, til að kynna bókina sína Sjálfstætt fólk. Vistarband og íslenskt samfélag á 19. öld. Bókin var nýlega tilefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræðrita og bóka almenns efnis og er mikill fengur í heimsókn Vilhelms. Í bókinni er fjallað um togstreitu milli húsbænda og vinnufólks í sveitasamfélaginu, hversdagslegt andóf og óhlýðni. Hér er saga alþýðunnar sögð frá sjónarhorni hennar sjálfrar.
Á viðburðinum verður á boðstólum heitt súkkulaði og vöffluhlaðborð, fyrir þá sem vilja. Verið öll hjartanlega velkomin.