13/10/2024

Sjálfsali í bensíninu í Brú

Sú breyting hefur orðið í Brúarskála í Hrútafirði að kortasjálfsali hefur leyst af liðlega afgreiðslumenn sem undanfarin ár hafa starfað í bensínsölunni þar. Ástæðan er að sögn starfsmanna Brúarskála fyrst og fremst sú að erfiðlega hefur gengið upp á síðkastið að fá menn til starfa við bensínafgreiðsluna. Essó hefur einnig sett þarna upp nýja dælu sem leysir þær gömlu af hólmi og er þegar búið að taka nýja kerfið í notkun og verið að breyta bensínafgreiðsluhorninu. Á Hólmavík og Drangsnesi eru sambærilegir kortasjálfsalar frá Essó, án þjónustu. Einnig geta Strandamenn og gestir þeirra keypt bensín á Borðeyri, Djúpavík og Norðurfirði.