22/12/2024

Sjálfboðasamtök leita eftir verkefnum

Sjálfboðaliðasamtökin SEEDS eru að skipuleggja sumarið og er dagskráin orðin svo þétt að samtökin geta ekki tekið að sér fleiri verkefni í maí og byrjun júní. Enn eru þó möguleikar á að fá sjálfboðaliða til aðstoðar frá miðjum júní og út árið. Séu menn með verkefni sem þeir hyggjast vinna og gætu notið góðs af aðstoð erlendra sjálfboðaliða eru þeir hvattir til að láta frá sér heyra hið fyrst til að setja niður dagsetningar og verkþætti.

SEEDS eru íslensk frjáls félagasamtök sem taka á móti erlendum sjálfboðaliðum til þess að sinna umhverfis- og menningarmálum í samstarfi við sveitarfélög, samtök og einstaklinga. Á síðasta ári tóku SEEDS á móti um 800 sjálfboðaliðum í verkefni sem tengjast öll umhverfi eða menningu á einn eða annan hátt.

Verkefnin sem hópar frá SEEDS hafa unnið eru fjölbreytt, má þar t.d. nefna hreinsun strandlengjunnar á Langanesi, Arnarfirði, Reykjanesskaga og Viðey, gróðursetning í Dýrafirði og Bláfjöllum, lagning og viðhald göngustíga m.a í Vatnajökulsþjóðgarði, Þórsmörk, Kerlingafjöllum og Fjarðabyggð. Einnig má nefna aðstoð við ýmsar hátíðir og menningaratburða víðs vegar um landið, viðhald minja og fornleifa, torfvinna ásamt ýmsu fleiru.

Hópur frá SEEDS hefur heimsótt Hólmavík tvö síðustu ár og unnið að verkefnum í samvinnu við Strandabyggð.