22/12/2024

Síðasti séns í mátun

Eins og kom fram á strandir.saudfjarsetur.is fyrir skömmu er í bígerð hjá Umf. Geislanum að taka í notkun nýja búninga. Blásið var til mátunarsamkvæmis í félagsheimilinu á Hólmavík á sunnudags- og mánudagskvöld þar sem menn, konur og börn gátu prófað gallana til að sjá hvaða stærðir henta best. Forráðamenn Geislans vilja koma því á framfæri að í kvöld milli kl. 20:00 og 21:00 verður síðasta tækifærið til að máta búningana í félagsheimilinu. Þeir sem hyggjast fá sér Geislagalla eru því hvattir til að mæta í kvöld og tryggja sér rétta stærð.