22/12/2024

Síðasti séns að skila Hamingjulaginu

Í dag, föstudaginn 16. maí, rennur út skilafrestur í dægurlagasamkeppni Hamingjudaga sem nú fer fram í fjórða sinn. Hamingjudagarnir verða haldnir helgina 27.-29. júní og verður lagið einkennislag hátíðarinnar í ár. Ef fleiri lög en þrjú berast í keppnina verður haldin keppni í félagsheimilinu miðvikudaginn 21. maí nk., en ef þrjú lög eða færri berast mun sérvalin dómnefnd skera úr um sigurvegara. Skila á lögunum inn á sveitarskrifstofu Strandabyggðar í dag, eða senda í pósti. Ekki er útilokað að menn geti samið við framkvæmdastjóra hátíðarinnar um að skila inn fyrir miðnætti, en þá þarf að koma laginu beint í hennar hendur. Reglur keppninnar má nálgast með því að smella hér.