22/12/2024

Síðasta tækifæri til að senda inn myndir

Á miðnætti í kvöld lýkur innsendingarfresti í ljósmyndakeppnina Göngur og réttir á Ströndum 2007. Fjöldinn allur af frábærum myndum hefur borist frá ljósmyndurum sem hafa greinilega verið iðnir við að smella af í haust. Myndir skal senda í netfangið saudfjarsetur@strandir.saudfjarsetur.is. Sérvalin dómnefnd mun síðan velja fimm bestu myndirnar úr öllum fjöldanum og síðan verður sigurmyndin valin í sérstakri kosningu af lesendum vefjarins strandir.saudfjarsetur.is. Greint verður frá nánara fyrirkomulagi og vinningum síðar, en þangað til eru allir sem eiga ljósmynd úr göngum eða réttum frá því í haust hvattir til að senda þær í ofangreint netfang fyrir kl. 00:00 í kvöld, sunnudaginn 18. nóvember.