22/12/2024

Síðasta sýningin á Viltu finna Milljón? – í bili

dÍ kvöld verður sýnd í Félagsheimilinu á Hólmavík fjórða sýningin á Viltu finna milljón? eftir Ray Cooney í leikstjórn Arnars S. Jónssonar. Góður rómur hefur verið gerður að sýningunni sem þykir kitla hláturtaugar áhorfenda til hins ítrasta og aðsókn hefur verið með miklum ágætum. Eftir sýninguna í kvöld verður gert nokkurra vikna hlé á sýningarhaldi á Hólmavík, en líklegt er að sýnt verði aftur um hvítasunnuhelgina. Vakin er athygli á því að uppsetnignin verður ekki sýnd á Drangsnesi og því eru Drangsnesingar og nærsveitungar sérstaklega hvattir til að mæta í Félagsheimilið á sýninguna, enda hláturmilt fólk með afbrigðum.