22/12/2024

Síðasta helgin hjá Strandakúnst í sumar


Handverkshópurinn Strandakúnst hefur í sumar verið starfræktur í gömlu sjoppunni á Hólmavík og hefur aðsókn verið góð. Nú er komið að síðustu opnunarhelginni, en opið verður 13-18 um helgina. Þannig eru síðustu forvöð að gera góð kaup, en á boðstólum eru m.a. allskonar hlýr fatnaður fyrir veturinn, húfur, vettlingar og lopapeysur. Fjölmargir aðrir góðir handverksmunir eru einnig til sölu, bláber og krækiber og fleira. Þeir sem eiga varning til sölu eru beðnir að nálgast hann í síðasta lagi á mánudag.