05/11/2024

Sekkjapípur á Café Riis

Þjóðfræðistofa stendur fyrir
skoskættaðri tónlistaruppákomu á Café Riis á Hólmavík, þriðjudaginn 20. apríl
kl. 20, þar sem leikið verður á sekkjapípu og sagt frá þeim tónlistararfi sem
tengist hljóðfærinu. Sekkjapípan hefur um langt skeið verið danshljóðfæri
geilískumælandi manna í Skotlandi og meðal innflytjenda í Cape Breton og
víðar. Tiber Falzett þjóðfræðingur frá Edinborgarháskóla hefur hljóðritað
og rannsakað þessa tónlistarhefð jafnt í segulbandasöfnum sem
lifandi flutningi. Tiber mun gefa hljóðdæmi og túlka ýmsar tegundir
þessarar tónlistar, svo sem jig, strathspey og reel, á endurgerðri
átjándu aldar sekkjapípu.


 
Hljóðfæraleikarar og áhugamenn um skoska eða
írska tónlistarhefð eru hvattir til að hafa með sér hljóðfærin. Sjá
heimasíðu Þjóðfræðistofu www.icef.is. Frekari upplýsingar í síma 866194.