22/11/2024

Samvera með fjölskyldunni skiptir unglinga máli

Forvarnir virka!
Á Forvarnadaginn unnu unglingar í 8. og 9. bekk Grunnskólans á Hólmavík ítarlega verkefnavinnu. Arnar S. Jónsson hafði umsjón með vinnunni sem fól það m.a. í sér að krakkarnir horfðu á myndbönd og unnu síðan í hópum þar sem farið var yfir hvað krökkunum finnst um samveru fjölskyldunnar, æskulýðs- og íþróttastarf og áfengisneyslu. Þar kom í ljós að samvera með fjölskyldunni er þeim ofarlega í huga – enda er hún ein besta forvörn sem til er. Frá þessu er sagt á vef Strandabyggðar – www.strandabyggd.is – en niðurstöður hópavinnunar er hægt að nálgast hér að neðan.

Samvera

a) Hvað mynduð þið vilja gera oftar með fjölskyldunni?

 Tala meira saman

 Borða saman kvöldmat

 Spila á spil

 Fara í ferðalög

 Hanga heima

 Hjólaferðalag

 Íþróttir

 Fara á snjósleða

 Horfa á mynd eða fara í bíó

 Fara í útilegu

 Hafa kósíkvöld

 Hitta aðrar fjölskyldur og vini

 Fara í leiki

 Skreppa í sund

 Fara út í göngutúra

 Kíkja í keilu

 Dansa

 Syngja

 Fara til útlanda

b) Af hverju ætti fjölskyldan að verja sem mestum tíma saman?

 Því það er mikilvægasta forvörnin

 Því að fjölskyldan þarf að mynda tengsl

 Foreldrar og systkini geta hjálpað manni með næstum allt

 Til að minnka líkur á að krakkar fari að drekka, dópa eða reykja

 Til að halda uppi samskiptum

 Til að þekkjast sem best

 Því að það er gott fyrir alla

 Til að fólk í fjölskyldunni einangrist ekki

 Því að traust er svo mikilvægt

c) Hvað getið þið sjálf gert til að vera meira með fjölskyldunni?

 Minnka tölvunotkun

 Tala saman um hvað okkur langar til að gera skemmtilegt

 Halda fjölskyldufundi

 Biðja foreldra og systkin um að vera með sér

 Plana eitthvað saman – því það er svo gaman

 Vera meira heima og þá ekki í tölvu

 Vera jákvæð

 

Íþrótta- og æskulýðsstarf

a) Hverjar telur þú helstu ástæður þess að krakkar taki þátt í skipulögðu æskulýðs- og íþróttastarfi?

 Góður félagsskapur

 Skemmtun

 Til að öðlast meira sjálfstraust

 Forvarnir

 Til að halda sér heilbrigðum og í formi

 Taka þátt – vera með

 Hitta fólk

 Eignast vini

b) Hvernig íþrótta- og æskulýðsstarf mynduð þið vilja sjá þar sem fjölskyldan gæti tekið þátt saman?

 Sameina meira börn og fullorðna í skipulögðum íþróttatímum

 Fá foreldra í félagsmiðstöðina

 Skátastarf

 Keila

 Rat- og þrautaleikir

 Hópefli

 Útileikir

 Dans

 Skautaiðkun

 Spilakvöld

 Bíó

c) Er eitthvað sérstakt sem hefur vakið athygli þína í tengslum við íþrótta- og æskulýðsstarf undanfarið? Hvað þá?

 Krakkar eru alltof mikið í tölvu

 Meiri fjölbreytni í íþróttastarfi

 Of lítið úrval af íþróttum

 Meiri fjölbreytni í félagsmiðstöð

 

Hvert ár skiptir máli!

a) Hvað græðir þú á því að drekka ekki áfengi á unglingsárunum?

 Líkami og sál þroskast eðlilega

 Betra og heilbrigðara líf

 Betri og bjartari framtíð

 Fleiri heilafrumur – meiri gáfur

 Betri lifur

b) Hvaða stuðningur er bestur til að byrja ekki að drekka á unglingsárunum?

 Stuðningur foreldra og fjölskyldu

 Góður vinahópur

 Að foreldrar tali við börnin sín

 Æskulýðsstarf sem bannar áfengi og eiturlyf

 Íþróttir

 Stuðningur frá íþróttaþjálfurum

 Tómstundir

 Fyrirlestrar og forvarnir

 Góðir kennarar

c) Hvaðan kemur þrýstingur á unglinga til að hefja áfengisneyslu?

 Frá vinum og jafnöldrum sem hafa prófað áfengis- eða eiturlyfjaneyslu

 Eldri unglingum

 Samfélaginu

 Frá dópistum og dópsölum