Föstudaginn 9. október var Hinsegin dagur í Grunnskólanum á Drangsnesi. Nemendur frá Finnbogastaðaskóla og Grunnskólanum á Hólmavík mættu einnig og allir fengu fræðslu frá Jóni jafningjafræðara frá Samtökunum 78. Hann hélt alls þrjá fyrirlestra, fyrst fyrir 2.-7. bekk í skólanum, en síðan fyrir 8.-10. bekk í Samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Loks var haldinn opinn fyrirlestur fyrir foreldra og starfsfólk skóla verður svo klukkan 14:00 í samkomuhúsinu Baldri. Vefurinn strandir.saudfjarsetur.is telur fulla ástæðu til að hrósa Grunnskólanum á Drangsnesi fyrir þetta frábæra framtak sem vonandi slær á fordóma og skilningsleysi gagnvart samkynhneigð.