29/04/2024

Hrútasýningar á Ströndum

hrutasyning

Félag sauðfjárbænda í Strandasýslu stendur fyrir héraðssýningu á lambhrútum laugardaginn 10. október 2015. Sýningarhald verður á tveimur stöðum: Sunnan varnarlínu að Bæ í Hrútafirði hjá Þorgerði og Gunnari kl. 11 og að Heydalsá hjá Ragnari og Sigríði kl. 15. Sýndir verða dæmdir lambhrútar í flokkum hyrndra, kollóttra og mislitra. Hverju búi er heimilt að mæta með allt að 5 hrúta til þátttöku. Veittar verða viðurkenningar fyrir bestu hrúta í hverjum flokki þegar dómnefnd hefur lokið störfum á Heydalsá, einnig verður veittur í fyrsta skipti glæsilegur farandbikar fyrir besta hrút sýningarinnar. Léttar veitingar verða á boðstólum auk þess sem Skíðafélag Strandamanna verður með kjötsúpu til sölu í fjárhúsunum á Heydalsá á 1.000 kr. ath. ekki verður posi á staðnum. Allir velkomnir.