22/12/2024

Samspil í Årslev

Bjarni Ómar, Börkur, Jón Örn og IndriðiÍ gær var tilkynnt hvaða nemendur úr tónlistarskólanum á Hólmavík taka þátt í norrænu samspili í Årslev í apríl næstkomandi. Þeir sem hlutu þann heiður með góðri mætingu og ástundun í tónlistarnámi sínu eru þeir Indriði Einar Reynisson, Jón Örn Haraldsson og Börkur Vilhjálmsson. Með þeim í för verður Bjarni Ómar Haraldsson tónlistarkennari.

Þetta verður í fyrsta sinn sem Tónskólinn tekur þátt í þessum norrænu tónlistardögum ásamt nemendum frá tónlistarskólum í vinabæjunum Årslev í Danmörku og Tanum í Svíþjóð. Þeir verða haldnir dagana 5.-9. apríl í Årslev .

Tónlistarkennararnir við Tónskólann á Hólmavík, þau Stefanía Sigurgeirsdóttir og Bjarni Ómar, útbjuggu mikinn tékklista sem þau hafa notað í vetur til að mæla og meta frammistöðu nemenda. Að þeirra sögn var valið langt frá því að vera auðvelt því margir nemendur eru að standa sig mjög vel.

Ferð sem þessi kostar sitt en sótt var um styrk til þriggja fyrirtækja hér á Hólmavík sem tóku öll vel í þá beiðni og ákváðu að styrkja ferðina. Tónlistarskólinn vill færa fyrirtækjunum bestu þakkir en þau eru Kaupfélag Steingrímsfjarðar, KB-banki og Sparisjóður Strandamanna.