Í dag og á morgun glíma nemendur í 4. og 7. bekk í grunnskólum landsins við samræmt könnunarpróf í íslensku og stærðfræði. Hugmyndin er að auðvelda foreldrum, kennurum og skólum að fylgjast með stöðu nemenda í samanburði við aðra. Niðurstöður prófanna munu berast nemendum og forráðamönnum þeirra í byrjun desember.