23/12/2024

Samlestur hjá Leikfélagi Hólmavíkur


Leikfélag Hólmavíkur er að setja sig í stellingar og byrjað að undirbúa uppsetningu á leikriti í vetur. Hugmyndin er að fá atvinnuleikstjóra að til að stjórna uppsetningunni að þessu sinni. Í kvöld verður samlestur á leikriti í félagsheimilinu á Hólmavík og hefst hann kl. 21:00. Allir sem áhuga hafa á að taka þátt í leikriti í vetur eru hvattir til mæta og láta annars vita af sér til stjórnarmanna í leikfélaginu. Í stjórn Leikfélags Hólmavíkur nú eru Ingibjörg Emilsdóttir formaður, Agnes Jónsdóttir og Salbjörg Engilbertsdóttir.