01/12/2024

Samfélagsátak á Hólmavík á morgun

Á morgun stendur Hólmavíkurhreppur fyrir hreinsunarátaki með íbúum Hólmavíkur. Reiknað er með að sem flestir hafi hafist handa kl. 13:00 við að mála, slá, girða eða annað sem þarf að gera í hverfunum. Hverfastjórar sjá um framkvæmd og skipulagningu. Starfsmenn hreppsins verða á ferð og flugi við að hirða rusl og garðaúrgang. Klukkan 18:00 hittast svo allir upp við Félagsheimili og klappa hvor öðrum á bakið um stund fyrir dugnaðinn en hreppurinn sér um að heitt grill verði til staðar.  Fólk þarf að hafa  með sér mat á grillið, tjaldborð, drykkjarföng og góða skapið. Þess má geta að veðurspáin býður upp á mikið útipartý. Skipað hefur verið í hverfanefndir og eftirtaldir aðilar eru hverfastjórar – sem ber að virða og dá í hvívetna. (Innskot: SA)


Lækjartún og Vesturtún:  Birna og Eysteinn
Víkurtún:   Bryndís og Björn
Austurtún og Hafnarbraut utan KB-banka:  Bjössi Péturs og Valdemar
Miðtún:  Gunný
Borgabraut:  Rúna Stína og Þorbjörg
Brattagata, Snæfell, Bræðraborg og Kópnesbraut:  Sólrún og Mundi Páls
Höfðagata:  Ásdís og Halla
Hafnarbraut innan KB-banka:  Þorsteinn og Daníel
Skólabraut:  Lára Guðrún
Vitabraut: Inga og Villi

.
Myndin er  tekin yfir innsta hluta Hólmavíkur úr kirkjuturninum síðasta sumar