SAH Afurðir ehf á Blönduósi boða til bændafundar miðvikudaginn 27. ágúst 2014 á Sauðfjársetri á Ströndum í félagsheimilinu Sævangi og hefst fundurinn klukkan 19:00. Á fundinum verður rætt um komandi sláturtíð og fleiri mál því tengd. Lambakjöt verður viðfangsefnið bæði í orði og á borði. SAH afurðir ehf vona að bændur sjái sér fært að mæta og taka þátt í umræðum.