22/12/2024

Safnað fyrir Rósu Jósepsdóttur í Fjarðarhorni

Á mbl.is kemur fram að Kvenfélagið Iðunn í Bæjarhreppi stendur nú fyrir söfnun fyrir Rósu Jósepsdóttur, bónda í Fjarðarhorni í Bæjarhreppi, sem glímir við bráðahvítblæði. Hennar bíður löng sjúkrahúsvist í Svíþjóð en hún þarf að gangast undir mergskipti. Formaður kvenfélagsins, Kristín Árnadóttir, segir það ekki jafn auðvelt fyrir bónda að yfirgefa bæ sinn og annað fólk sem fær veikindaleyfi.

„Eiginmaður hennar vinnur mikið utan heimilisins. Það þýðir að hann getur ekki gert jafn mikið af því þegar hann þarf að sjá um býlið. Þau þurfa hjálp. Hún fer svo til Svíþjóðar og verður þar í þrjá mánuði og hann vill náttúrlega vera eitthvað með henni þar. Það þarf því að kaupa utanaðkomandi hjálp á býlið. Þegar fólk er svona sjálfstæðir atvinnurekendur þá náttúrlega fær það engin laun á meðan það er veikt. Þetta er því hugsað til að létta þeim lífið,“ segir Kristín í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Reikningsnúmer söfnunarinnar er 1105-05-403500. Kennitalan er 021258-4669.

Þessi frétt er afrituð af mbl.is.