23/12/2024

Særoði framleiðir veislufæði

Sævar Benediktsson með flattan þorsk á GrikklandsmarkaðFiskvinnslan Særoði er fjölskyldufyrirtæki á Hólmavík og gerir út einn bát, Bensa Egils ST. Eigendurnir Sævar Benediktsson og Elísabet Pálsdóttir voru að ganga frá og þrífa eftir daginn þegar tíðindamann strandir.saudfjarsetur.is bar að. Þau segja að það hafi farið í gegnum vinnsluna um 70 tonn á síðasta ári, en allur aflinn er dreginn að landi á bátnum þeirra, Bensa Egils, sem Sævar er skipstjóri á.

Bensi Egils ST er með um 40 tonna kvóta sem verður uppurinn innan skamms, en Sævar segir að þá verði að leigja kvóta og hann segist vonast til að þau fái úthlutað eitthvað af 69 tonna byggðakvótanum sem er til skiptanna í Hólmavíkurhreppi.

„Allur fiskurinn er saltaður og pakkaður í vinnslunni og fer að langmestu leyti á Grikklandsmarkað. Ég held að það geti verið ein meginástæðan fyrir því hvað Grikkir hafa verið að ná sér á strik í boltaíþróttum undanfarið," bætir Sævar við og glottir.

En það eru ekki bara framleiddar hefðbundnar saltfiskvörur hjá Særoða heldur einnig saltaðar þorskalundir sem er herramannsmatur á öllum helstu og fínustu veitingastöðunum. Þorskalundir Sæsa og Ellu eru sérframleiddar fyrir veislueldhús Hótel Sögu en Stefán Ingi Svansson (Stebbi) meistarakokkur á Hótel Sögu sem margir Strandamenn ættu að kannast við úr eldhúsinu á Café Riis undanfarin sumur, hefur útbúið gómsæta leyniuppskrift þar sem hráar saltaðar þorskalundir eru uppistaðan og þykir alveg einstakt lostæti.

Að sögn þeirra skötuhjúa fer verkunin á þorskalundunum fram á mjög svipaðan máta og söltuð grásleppuhrogn og að það fást u.þ.b. 40 gr af hverjum þorski.

Í vinnslu Særoða fer lítið sem ekkert til spillis af því sem þau hjónin sækja í greipar Ægis, en þau hengja upp alla hausa og þurrka sem eru síðan sendir til Nígeríu. Svo næg eru verkefni að finna á þeim bænum.

fiskvinnsla/saerodi/580-thorskalundir-saevar.jpg

Þorskalundirnar eru teknar með skeið beggja megin á hryggnum

1

Þorskalundir eru herramannsmatur

.

Allt er að sjálfsögðu spúlað og þrifið eftir daginn