22/12/2024

Sædís siglir á Hornstrandir

Fyrsta ferð sumarsins hjá Reimari Vilmundarsyni sem siglir á bátnum Sædísi frá Norðurfirði í Árneshreppi norður á Hornstrandir verður á morgun. Mikið er búið að bóka í ferðir í sumar og má segja að Reimar sigli nánast á hverjum degi í júlí frá Norðurfirði, norður á Hornbjarg og til baka. Upplýsingar um áætlun og verð má fá á vefsíðunni www.freydis.is. Aðgengið að Hornströndum frá Ströndum er nú töluvert betra en áður, hægt er að komast í dagsferðir norður á Hornbjarg eða í Bolungavík, Reykjarfjörð eða að Dröngum og kaupa svefnpokagistingu í Reykjarfirði nyrðri, Bolungavík eða Látravík.

Reimar Vilmundarson, siglingar
Símar: 893-6926 og 8529367.
Netfang: freydissf@simnet.is
Vefur: www.freydis.is

Hornstrandir eru ævintýraheimur