22/12/2024

Rúta valt á Holtavörðuheiði

Rétt fyrir klukkan tólf á hádegi í dag fauk rúta á hliðina á norðanverðri Holtavörðuheiði með um tíu manns innanborðs. Farþegarnir sluppu allir með minniháttar meiðsl. Óhappið varð í umdæmi Hólmavíkurlögreglunnar, en vegna veðurs á Ströndum fóru lögreglumenn frá Borgarnesi, Blönduósi og björgunarsveitarmenn frá Káraborg á Hvammstanga á staðinn og aðstoðuðu fólkið niður af heiðinni. Hífandi rok og blindbylur er á Holtavörðuheiði, þar gengur á með éljum og mikil hálka er á veginum. strandir.saudfjarsetur.is hvetja fólk til að fara að öllu með gát og leggja ekki í neinar óvissuferðir, a.m.k. ekki fyrr en veðrinu slotar. Greint var frá óhappinu á mbl.is.