10/12/2024

Röskvi og Glytta, Dexter og Dissý á mannanafnaskrá

Mannanafnanefnd hefur úrskurðað um ýmis mannanöfn í september 2017 og ýmist hafnað þeim eða bætt á mannanafnaskrá. Karlmannsnöfnunum Röskvi, Antonio, Dexter, Olavur, Fjalarr og Galti hefur verið bætt við skrána. Millinafninu Breiðfjörð var hins vegar hafnað, þar sem það er ættarnafn. Kvenmannsnöfnunum Dissý, Gilla, Ástey, Jonný, Glytta og Gratíana var bætt við skrána, en nöfnunum Ajmiya og Aliana og Berghild var hins vegar hafnað.