22/11/2024

Reykhóladagurinn á laugardaginn

Ljósm. Árni GeirssonNú er komið að því að Reykhóladagurinn verði haldinn hátíðlegur en hann er laugardaginn 1. september. Þar gera íbúar Reykhólahrepps sér glaðan dag og skemmta sér saman og góðkunningjum, nágrönnum og vinum er boðið að taka þátt í skemmtuninni. Eins og undanfarin ár er lögð áhersla á það sem landið gefur og á öll fjölskyldan að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og notið dagsins saman. Dagskrá Reykhóladagsins fylgir hér að neðan og eru Strandamenn hvattir til að heimsækja nágrannana í vestri í tilefni dagsins.

Hér kemur dagskráin fyrir Reykhóladaginn 1. september og njótið vel:

Kl. 10:00 – ca. 13:00
#      Gönguferð að Bjartmannssteini. Lagt verður af stað frá gamla reiðvellinum og gengið út að Bjartmannssteini og áfram fyrir nesið. Þar sem gangan endar ekki þar sem lagt er af stað þurfa þátttakendur að hittast kl 10:00 og selflytja bílana út fyrir bæinn til að eiga þá þar þegar göngunni lýkur (þetta kemur betur í ljós þegar þið komið á staðinn).

Kl. 14:00 – 16:00
#      Hlunninda- og bátasýning 
#      Ljósmyndasýning, ýmsar myndir úr Reykhólahreppi sýndar á tjaldi.
#      Kvenfélagið Katla mun reka kaffihús og selja kaffi, kakó og vöfflur með rjóma.
#      Fornbíla- og dráttarvélasýning.
#      Hoppukastali fyrir börnin.
#      Ýmis hagsmunafélög á svæðinu verða með sölubása.

Kl. 16:00 – 19:00
#      Sögusýning í sundlaugarhúsi í tilefni 60 ára afmælisins.
#      Boðið uppá kaffi og afmælisköku.
#      Frítt í sund.

Kl  20:00 – ?
#      Hlunnindaveisla. Grillaður verður selur, lundi, lambakjöt og  pylsur fyrir yngstu kynslóðina. Síðan verður dýrindis meðlæti með matnum ásamt smá smakki af selspiki og harðfiski. Í desert verður boðið uppá kaffi og bláberjaostaköku, og að sjálfsögðu fá börnin ís.   
#      Skemmtikrafturinn Björgvin Franz Gíslason mun vera með eftirhermur og gamanmál.
#      Hljómsveitin Skógarpúkarnir mun síðan halda uppi fjörinu fram eftir kveldi/nóttu.

Verð fyrir fullorðna fyrir mat, skemmtun og ball er kr. 2.000.- Börn 12-15 ára kr. 1.000.- og frítt fyrir 11 ára og yngri.

Vinsamlegast pantið tímanlega í matinn, í síðasta lagi á hádegi föstudaginn 31. ágúst. Hægt er að panta í s. 861-3761 Kolfinna og 894-9123 Rebekka.

Undirbúningsnefndin vonast til að sjá sem flesta hressa og káta. Dagskrána er einnig hægt að skoða á www.reykholar.is.