22/12/2024

Réttarball á Hótel Laugarhóli á laugardag

Það verður réttað í Skarðsrétt í Bjarnarfirði á laugardaginn 17. september og um kvöldið verður haldið hið árlega réttarball á Hótel Laugarhóli. Það er Skagfirðingurinn hárprúði, Hilmar Sverrisson, sem sér um að halda uppi stanslausu fjöri og hefur sér til fulltingis gítarleikarann landskunna, Villa Guðjóns. Húsið er opið frá kl. 22:00, miðaverð er 2500 kr. og aldurstakmark 18 ár. Í fréttatilkynningu er fólk boðið hjartanlega velkomið.