27/02/2024

Reiðnámskeið á Hólmavík

Heiðdís Arna Ingvarsdóttir (Péturssonar) verður með reiðnámskeið við hesthúsið á Víðidalsá dagana 27. – 31. maí. Námskeiðið er fyrir alla aldurshópa, byrjendur og lengra komna. Þetta er kjörið tækifæri fyrir Strandamenn til að bregða sér á bak og læra öll réttu handtökin sem nota þarf við hestamennskuna. Hestamenn á Víðidalsá hafa útbúið nýtt gerði við hesthúsið sem nýtist bæði við reiðkennslu og tamningar, og þar verður námskeiðið haldið. Námskeiðsgjald er aðeins kr. 3.000.-  Allar upplýsingar varðandi námskeiðið veitir Heiðdís í síma 864-3246 og 487-5111.

Björk Ingvarsdóttir sinnir aðaláhugamálinu.