21/11/2024

Reglur um byggðakvóta

Frá DjúpavíkHólmavíkurhreppur tók á fundi sínum í gær fyrir tillögur að úthlutun byggðakvóta. Sjávarútvegsráðuneytið gefur sveitarstjórnum kost á því að gera tillögur til ráðuneytisins um reglur um skiptingu úthlutunar, en 69 þorskígildistonn komu í hlut Hólmavíkurhrepps þetta fiskveiðiárið. Eftirfarandi tillaga að úthlutunarreglum var lögð fram af sveitarstjóra og samþykkt með öllum atkvæðum:

"Úthluta skal til báta/skipa sem heimahöfn eiga á Hólmavík, landa aflanum í sinni heimahöfn og eigendur skráðir með búsetu í Hólmavíkurhreppi og eru skráðir þar þegar auglýstur umsóknarfrestur rennur út og hafi haft atvinnu af fiskveiðum s.l. fiskveiðiár. Ekki koma til greina þær útgerðir sem leigt eða selt hafa kvóta frá síðasta fiskveiðiári eða landað hafa utan heimahafnar nema gildar ástæður liggi fyrir. Úthlutun skal vera jöfn milli allra þeirra sem úthlutun fá, en ekki hlutfallsleg."

Smábátahöfnin á Hólmavík