22/12/2024

Rannsóknarstyrkur til að efla þekkingasamfélag á Vestfjörðum

Fjórðungssamband Vestfirðinga auglýsir eftir umsóknum um rannsóknarstyrk. Styrkurinn er hluti af 16 verkefnum ríkisstjórnarinnar um eflingu atvinnu og byggðar á Vestfjörðum. Markmið styrksins er að efla samstarf háskóla-, þekkingar- og fræðasetra á Vestfjörðum í gegnum rannsóknir og að auka starfsemi og nýjungar á sviði rannsókna. Umsóknarfrestur er til 15. september og er styrkurinn veittur til tveggja ára og nemur allt að 6 milljónum ár hvert.

Áherslur við úthlutun

Við úthlutun verður sérstaklega horft til ofangreindra markmiða rannsóknarstyrksins, en auk þess munu eftirfarandi þættir einnig hafa áhrif.

·         Verkefnið sé nýtt verkefni

·         Verkefnið hafi efnahagslegt verðmæti

·         Verkefnið geti verið sjálfbært eftir tveggja ára tíma

·         Styrkurinn skal ekki taka til beins rekstrarkostnaðar

 

Umsóknum skal skilað til skrifstofu Fjórðungssambands Vestfirðinga, Árnagötu 2-4, 400 Ísafirði eða á netfangið skrifstofa@fjordungssamband.is. Nánari upplýsingar veita Aðalsteinn Óskarsson adalsteinn@fjordungssamband.is og Díana Jóhannsdóttir diana@fjordungssamband.is.