23/12/2024

Ragnsælis í Skelinni

Ragnheiður Gestsdóttir myndlistar- og kvikmyndagerðarkona er nýr gestalistamaður í Skelinni – fræði- og listamannaíbúð Þjóðfræðistofu á Hólmavík. Ragnheiður býður upp á vöfflukaffi í Skelinni þar sem hún mun einnig fjalla um og  sýna mynd sína Rangsælis og fleiri verk á miðvikudagskvöldið kl. 20:30. Allir eru velkomnir. Rangsæliser ferðamynd sem veltir upp spurningum um fegurðina og raunveruleikann. Einnig sýnir hún styttri kvikmyndaverk sem hún vann að í New York síðasta vetur og ekki hafa verið sýnd áður á Íslandi.

Ragnheiður nam sjónræna mannfræði við Goldsmiths háskólann í London og útskrifast með MFA gráðu í myndlist úr Bard College í uppsveitum New York fylkis næsta sumar.

Ragnheiður hefur unnið að heimildarmyndagerð síðastliðin tíu ár. Síðasta mynd hennar Eins og við værum sem fjallaði um þátttöku Ragnars Kjartanssonar á Feneyjatvíæringnum árið 2009 var nýlega sýnd í Sjónvarpinu en hún vinnur nú ásamt öðrum að tilraunakenndri kvikmynd um myndlistarmanninn Hrein Friðfinnsson í samvinnu við Markús Þór Andrésson sýningarstjóra. Ragnheiður er einn stofnenda og ritstjóra Rafskinnu.