19/07/2024

Rafmagnslaust sunnan Hólmavíkur

Merki Orkubús VestfjarðaRafmagnslaust er í sveitunum sunnan Hólmavíkur, Tungusveit, Kollafirði og Bitru. Ástæðan er sú að raflínan slitnaði í svokölluðu Strákaskarði sem er rétt innan við Húsavík. Þar hefur ísing myndast á línunni, allt frá Hrófá að Húsavík, en þar fer línan í jörð og liggur jarðstrengur út að Miðdalsá. Línumenn frá Orkubúi Vestfjarða eru komnir á vettvang og eru byrjaðir að gera við í blíðskaparveðri. Reikna má með að rafmagn komi aftur á fyrir hádegi.