22/12/2024

Rafmagnslaust í Árneshreppi

Rafmagn fór af á Árneshreppi á Ströndum um klukkan hálf ellefu í morgun. Vitað er að rafmagnsbilunin er á Trékyllisheiði, en ekki er vitað nákvæmlega hvar. Eru Orkubúsmenn frá Hólmavík á leið norður, en skyggnið er ekki gott og veðurspá ekki heldur. Ekki er vitað hvenær viðgerð lýkur. Þá hefur flugi á Gjögur verið aflýst í dag vegna veðurs. Einnig fór rafmagn af á Drangsnesi, snemma í morgun. Þegar búið var að gera við bilunina þar, kom önnur í ljós og er díselvél keyrð í þorpinu meðan á viðgerð stendur. Frá þessu segir á ruv.is og www.litlihjalli.it.is.