01/05/2024

Nokkur útköll hjá Björgunarsveitinni Dagrenningu

Björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík hefur haft í nógu að snúast síðustu daga og fór í fjögur útköll dagana 18.-20. október, eins og fram kemur á vef sveitarinnar á slóðinni www.123.is/dagrenning. Eitt af þessum útköllum snérist um að aðstoða vörubíl í vandræðum á Ennishálsi, tvö um að bjarga jeppabifreiðum sem sátu fastar á Tröllatunguheiði og það fjórða um að aðstoða erlenda ferðamenn sem gistu í tjaldi í Kaldalóni. Nú er veðurspá frekar slæm fyrir næstu daga og rétt að vekja athygli ferðalanga á mikilvægi þess að vera vel út búinn, láta vita af ferðaáætlunum og leggja ekki á fjallvegi þar sem færð er ótrygg.