Rafmagn fór á Ströndum í dag kl 16:45 og kom í ljós að Hólmavíkurlína um Tröllatunguheiði hafði slegið út í spennistöðinni í Geiradal. Ekki tókst á slá henni inn aftur og fór viðgerðaflokkur af stað á snjósleðum á heiðina til viðgerða. Rafmagn komst aftur á nokkru síðar og eru varaaflsvélar keyrðar á Hólmavík með Þverárvirkjun. Þetta kemur fram á vef Orkubús Vestfjarða.