05/11/2024

Rækjuvefurinn á topp 100

Aðstandendum Rækjuvefjarins bárust þau gleðitíðindi í gær að vefurinn væri í hópi þeirra 100 vefja sem eru í úrslitum í Evrópusamkeppn-inni Elearning Awards, en þar er verðlaunað framúrskarandi námsefni á netinu. Þau verkefni hafa verið valin úr hópi þeirra 800 vefverkefna sem tilnefnd voru. Úrslitin koma svo endanlega í ljós í París þann 8. desember næstkomandi þar sem verðlaunaafhending fer fram. Krakkar í Grunnskólanum á Hólmavík gerðu vefinn undir leiðsögn kennara síns, Kristínar S. Einarsdóttur. Rækjuvefurinn hefur þegar unnið í samkeppni á vegum Sjávarútvegs- og Menntamálaráðaneytisins fyrr í haust. Fleiri íslenskir vefir eru á topp 100, eins og sjá má hér.