22/12/2024

Ráðgjafahópur um raforkuöryggi og orkufrekan iðnað á Vestfjörðum

Vestfirskur rafmagnsstaurSamkvæmt frétt í Svæðisútvarpi Vestfjarða hefur verið skipaður þriggja manna ráðgjafahópur sem á að fara yfir
fyrirliggjandi tillögur Landsnets um leiðir til að bæta raforkuöryggi á
Vestfjörðum. Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri fer fyrir hópnum og í honum eru einnig Matthildur Helga og Jónudóttir framkvæmdastjóri Snerpu á Ísafirði og
Þorgeir Pálsson framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða. Hópurinn á einnig að leggja mat á hvaða aðgerðir þurfi til að bæta samkeppnisstöðu fjórðungsins
með tilliti til uppbyggingar á orkufrekum iðnaði.
Samkvæmt skipuninni á hópurinn að hafa samráð við sveitarfélög á
Vestfjörðum og skila greinargerð til ráðherra fyrir áramót.