22/12/2024

Pub Quiz og pizzur í kvöld

 Í kvöld gefst Strandamönnum og nærsveitungum tilvalið tækifæri til að hvíla sig á amstri hversdagsleikans með því að borða góðan mat og spreyta sig síðan á skemmtilegum spurningaleik frameftir kvöldi. Hér er um að ræða viðburði á Café Riis á Hólmavík, en þar verður hægt að panta pizzur frá 18:00 til 20:00. Frítt tveggja lítra gos fylgir hveri pöntun. Kl. 21:00 hefst síðan Pub Quiz keppni í pakkhúsinu, en henni stjórna Jón Jónsson og Sigurður Atlason. Þeir hafa lofað léttum og löðurmannlegum spurningum við allra hæfi, en að vanda eru guðaveigar í verðlaun fyrir sigur í leiknum.