14/09/2024

Póstur og vörur til Árneshreppsbúa hefur hlaðist upp syðra

Það hefur gengið erfiðlega með samgöngur í lofti við Árneshrepp á Ströndum undanfarið, en vegurinn þangað er ófær. Ekki hefur verið flogið á Gjögur undanfarna eina og hálfa viku, en áætlunardagur var fimmtudaginn 27. okt. og á mánudaginn 31. okt. Bæði þessi flug féllu niður. Flugfélagið Ernir hefur undanfarið notað litla rellu sem aðeins er flogið sjónflug til að fljúga á Gjögur. Stærri vélin hjá Ernum sem kemur yfirleitt á Gjögur hefur verið í vélaskiptum. Í dag er áætlunardagur, en vörur og póstur hefur hlaðist upp fyrir sunnan og ekki komist til skila. Frá þessu er sagt á www.litlihjalli.is.