11/09/2024

Pizza- og pastahlaðborð á Riis

Á morgun verður Café Riis með pizzu- og pastahlaðborð frá kl. 18:00 – 21:00 í tilefni af karókíkeppni vinnustaða á Ströndum, sem veitingastaðurinn stendur fyrir. Á morgun kl. 16:00 verður lokaæfing fyrir keppnina í Bragganum og þá eru allir yngri en 18 ára velkomnir að koma og fylgjast með, en 18 ára aldurstakmark verður inn á keppnina sjálfa. Hljómsveit Heiðu Ólafs verður svo með dansleik eftir keppnina en á hann eru allir 16 ára og eldri velkomnir og geta skvett úr klaufunum. Café Riis verður einnig opið eftir keppnina.