09/09/2024

Pizza-kvöld á Café Riis

Í kvöld verður opið í pizzur á Café Riis á Hólmavík milli kl. 17:30 og 20:00. Ofninn verður sjóðandi heitur og pizzurnar bakaðar í gríð og erg fyrir svanga Hólmvíkinga og nærsveitunga. Einungis er hægt að sækja pizzur og ekki verður opið í veitingasal. Pöntunarsími er 451-3567. Þá er einnig hafin skráning á hið árlega jólahlaðborð Café Riis sem nú fer fram föstudaginn 7. desember og laugardaginn áttunda. Bjarni Ómar mun leika fyrir dansi og kvennakórinn Norðurljós skemmtir undir borðhaldi. Pöntunarsímar eru 897-9756 eða 896-4829.