22/12/2024

Píanótónleikar í Hólmavíkurkirkju

Miðvikudaginn 14. janúar kl. 20:00 munu Viðar Guðmundsson og Dóra Erna Ásbjörnsdóttir halda píanótónleika í Hólmavíkurkirkju. Á efnisskránni verða einleiksverk sem og fjórhent píanóstykki. Allur ágóði af tónleikunum verður notaður til kaupa á nýju píanó fyrir Tónskólann á Hólmavík. Miðaverð verður kr 1500 en 500 fyrir nemendur Tónskólans. Viðar og Dóra Erna eru bæði starfandi tónlistarkennarar og stunduðu bæði nám við Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Þau starfa einnig sem organistar og píanóleikarar.

bottom

Dóra Erna Ásbjörnsdóttir

atburdir/2009/580-doraerna.jpg

Viðar Guðmundsson