05/05/2024

Paintball og Veðurguðir á Hamingjudögum

Bæjarhátíðin Hamingjudagar á Hólmavík verður haldin helgina 27.-29. júní og er dagskráin í mótun þessa dagana. Margir kunnuglegir viðburðir eru á dagskrá eins og kökuhlaðborð í Hvamminum, Hólmvískir hamingjutónar, kassabílarallý og Furðuleikarnir í Sævangi. Hljómsveitin Veðurguðirnir mun leika fyrir dansi á laugardagskvöldi í félagsheimilinu og fjölmargir aðrir listamenn koma fram þessa Hamingjuhelgi. Áhugasamir um íþróttir og keppnisanda ættu ekki að vera sviknir þar sem m.a. verður keppt í mótorkrossi, golfi og litbolta (paintball).

Vefur Hamingjudaga er á slóðinni www.hamingjudagar.is.