22/12/2024

Ózon í söngvakeppni Samfés

Björk Ingvarsdóttir og Aðalheiður Lilja BjarnadóttirÍ kvöld taka nokkrir krakkar frá Hólmavík þátt í Vesturlandsriðli söngvakeppni Samfés sem fram fer í Borgarnesi. Félagsmiðstöðin Ózon sendir tvö atriði til keppni. Aðalheiður Lilja Bjarnadóttir og Björk Ingvarsdóttir, sem sigruðu undankeppni á Hólmavík fyrir jólin, flytja lagið Stand by You og Árdís Rut Einarsdóttir og Sigurður Páll Jósteinsson syngja lagið Aðeins þú (Only you). Undirleik annast Bjarki Einarsson og Lára Kristjánsdóttir.

Þess má geta að Stefán Gíslason frá Gröf í Bitrufirði, fyrrverandi sveitastjóri á Hólmavík, gerði íslenska textann við lagið Aðeins þú, sem margir þekkja í flutningi kvennakórsins Norðurljós. Með krökkunum í för verður öflugt stuðningslið félagsmiðstöðvarinnar, ásamt nokkrum fullorðnum fararstjórum. Stendur til að keppnin verði tekin upp og því verður eflaust hægt að fá að sjá hana síðar meir.

Sigurður Páll Jósteinsson og Árdís Rut Einarsdóttir

Lára Kristjánsdóttir og Bjarki Einarsson

Ljósmyndir: Kristján Sigurðsson