22/12/2024

Óvissa um flug á Sauðárkrók, Bíldudal og Gjögur

Á vefnum ruv.is kemur fram að flugfélaginu Erni hefur verið tilkynnt að ríkisstyrkur vegna flugs félagsins til Sauðárkróks falli niður um áramót. Gangi það eftir segir Hörður Guðmundsson framkvæmdastjóri félagsins að flugi þangað verði sjálfhætt og slíkur forsendubrestur yrði í rekstrinum að óhjákvæmilegt yrði að hætta einnig flugi á áfangastaði félagsins á Vestfjörðum sem eru Bíldudalur og Gjögur. Þessar flugleiðir hafa einnig verið ríkisstyrktar. Flugfélagið Ernir á nú í viðræðum við samgönguráðuneytið um málið.