23/12/2024

Ostagerðarnámskeið fyrir alla

Ljósm. Guðbjörg Helga JóhannesdóttirFræðslumiðstöð Vestfjarða heldur námskeið í heimavinnslu mjólkurafurða með áherslu á ostagerð á Hólmavík og Reykhólum 19. október næstkomandi. Í tilkynningu kemur fram að námskeiðið er ekki eingöngu fyrir þá sem eru með kúabúskap. „Ostagerð er hægt að stunda nánast í hvaða eldhúsi sem er og hægt að nota venjulega mjólk sem keypt er út í búð. Þetta námskeið ætti því að freista allra snillinga í eldhúsinu. Farið verður nánar í einstaka þætti ostaframleiðslu. Framleiðsla einstakra ostategunda skoðuð, til að fá tilfinningu fyrir hver er munur á framleiðslu á t.d. skyri, brauðosti, gráðosti og smurostum og hvað þarf til.“

Skráningarfrestur er að renna út. Enn vantar örlítið upp á lágmarks þátttakendafjölda. Nánari upplýsingar um námskeiðið er að finna á vef Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða.