Á tengslum við fjáröflunartónleika Félagsmiðstöðvarinnar Ozon í vikunni var einnig haldin Hamingjulagakeppni þar sem hamingjulagið 2010 var valið. Aðeins tvö lög bárust í keppnina og voru þau flutt með tilþrifum á staðnum og síðan völdu áhorfundur í sal vinningslagið. Fór svo að lokum að Ásdís Jónsdóttir á Hólmavík sem sigraði í keppninni síðast þegar hún var haldin, bar sigurorð af Jóni H. Halldórssyni eftir jafna og spennandi keppni. Sigurlagið heitir Óskalagið, en væntanlega eiga bæði þessi lög eftir að hljóma á Hamingjudögum á Hólmavík sem haldnir verða fyrstu helgina í júlí í sumar.