22/12/2024

Óskað eftir sjálfboðaliðum í gerð íþróttavallar

Nú er framundan vinna við íþróttavöllinn í Brandskjólunum á Hólmavík og er óskað eftir sjálfboðaliðum til að leggja hönd á plóginn. Mæting er kl. 19:30 miðvikudaginn 2. maí við Íþróttamiðstöðina og síðan marsera allir sem vettlingi geta valdið út á nýja völlinn og láta hendur standa þar fram úr ermum í vorblíðunni fram eftir kvöldi. Mikilvægt er að menn séu í góðum hlífðarfötum.

Þökurnar komnar á staðinn, myndin er tekin síðasta dag í október – ljósm. Jón Jónsson